Skýrsla formanns
Árið 2019 var merkisár í sögu Aftureldingar en félagið varð 110 ára þann 11. apríl.
Afmælisárið okkar var viðburðarríkt í félaginu og frábær árangur náðist í hinum ýmsu íþróttagreinum. Íþróttamaður ársins 2019 var kjörinn Þórir Jökull Henrysson karate og íþróttakona ársins var kjörin handboltakonan Þóra María Sigurjónsdóttir. Þau eru bæði miklar fyrirmyndir og eru í fremstu röð afreksfólks í sínum greinum.
Afturelding býður uppá frábært starf í 11 greinum og hefur nú rafíþróttadeild bankað á dyrnar, sem við fögnum mjög og vinnum með þeim næstu skref.

Félagsmenn Aftureldingar
wdt_ID | Deild | Fjöldinn | Fjöldi | Hlutfall | KK | KVK | KK hlutfall | KVK hlutfall |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Knattspyrnudeild | 617 | 617 | 34,0 | 425 | 192 | 68,9 | 31,1 |
2 | Fimleikadeild | 337 | 337 | 18,6 | 70 | 267 | 20,8 | 79,2 |
3 | Handknattleiksdeild | 275 | 275 | 15,2 | 181 | 94 | 65,8 | 34,2 |
4 | Blakdeild | 121 | 121 | 6,7 | 57 | 64 | 47,1 | 52,9 |
5 | Taekwondodeild | 72 | 72 | 4,0 | 45 | 27 | 62,5 | 37,5 |
6 | Körfuknattleiksdeild | 81 | 81 | 4,5 | 78 | 3 | 96,3 | 3,7 |
7 | Karatedeild | 62 | 62 | 3,4 | 40 | 22 | 64,5 | 35,5 |
8 | Frjálsíþróttadeild | 56 | 56 | 3,1 | 29 | 27 | 51,8 | 48,2 |
9 | Badmintondeild | 73 | 73 | 4,0 | 48 | 25 | 65,8 | 34,2 |
10 | Sunddeild | 46 | 46 | 2,5 | 26 | 20 | 56,5 | 43,5 |

Skýrsla framkvæmdarstjóra
Starfsárið 2019 var Ungmennafélaginu Aftureldingu farsælt á mörgum sviðum. Félagið fagnaði 110 ára afmæli sínu í aprílmánuði og var því vel fagnað með hátíðaraðalfundi sem fram fór á afmælisdegi félagsins þann 11. apríl í Hlégarði. Fjölmargir tóku þátt í afmælisfögnuðinum en við svona tilefni sést glögglega hversu öflugt íþróttafélag Afturelding er og hversu margir eru tilbúnir að leggja félaginu lið.
Afturelding er íþróttafélag á uppleið og voru tekin jákvæð skref á mörgum sviðum á starfsárinu. Það er ákaflega ánægjulegt að finna kraftinn sem býr í iðkendum, þjálfurum og ekki síst sjálfboðaliðunum sem drífa starfið áfram.

Skýrsla íþróttafulltrúa
Árið 2019 var einsog öll ár í íþróttastarfi: skemmtilegt, eftirminnilegt og krefjandi.
Það er líklega ekki hægt að ræða árið án þess að nefna þjálfarana okkar.
Við hjá Aftureldingu höldum okkar stefnu að innan okkar raða eru þjálfarar sem eru vel menntaðir á sínu sviði og færir til að takast á við þau verkefni sem þeir fá í hendurnar. Þjálfaranámskeið sérsambandanna eru vel sótt af okkar þjálfurum sem og þjálfaranámskeið ÍSÍ.
Og við erum svo heppin að í dag starfa margir af menntuðustu þjálfurum landsins hjá okkur sem hafa lokið námi hjá alþjóðlegum íþróttasamböndum.
