Skýrsla stjórnar – Blakdeild

Á aðalfundi 2018 var ákveðið að sameina meistaraflokksráð karla og kvenna en halda fjárhag aðskildum eins og verið hefur. Í það ráð buðu sig fram eftirtaldir: Guðbrandur Pálsson, sem er formaður ráðsins, Hafdís Björnsdóttir gjaldkeri mfl kvk, ég, Guðrún K Einarsdóttir gjaldkeri mfl kk, Kristín Ingvarsdóttir, Ragna Leifsdóttir og Þórey Björg Einarsdóttir.

Í ráði 1-3 deildar og trimmhóps sátu : Kristín Inga Guðmundsdóttir, formaður, Margrét Ragnarsdóttir gjaldkeri, Berglind Valdimarsdóttir og Ása Dagný Gunnarsdóttir.

Í BUR – Barna-og Unglingaráði sátu: Jórunn Edda Hafsteinsdóttir, formaður, Einar Friðgeir Björnsson gjaldkeri, Finnur Ingimarsson ritari,Sveinn Hinrik Guðmundsson og Droplaug Nanna Magnúsdóttir.

Ákveðið var á síðasta aðalfundi að stofna svokallað heimaleikjaráð en það hefur ekki tekist sem skyldi. Hins vegar fengu allir hópar sem æfa undir merkjum Blakdeildar Aftureldingar hlutverk í umsjón á heimaleikjum liðanna okkar og hefur það gengið ágætlega.

LESA MEIRA

Félagsmenn Blakdeildar

0
FÉLAGAR
0,9%
KONUR
0,1%
KARLAR

Stjórn Blakdeildar
2019-2020

LESA MEIRA