Skýrsla stjórnar

Árið 2019-2020 var mjög fínt ár. Hefur samstarf Aftureldingar og Fjölni haldið áfram með óbreyttu formi sem hefur gefið góða raun þar sem meistarflokkurinn  hefur fengi að vera með Fjölni á æfingum í Laugardalshöll og Fjölnir hefur svo komið og verið með okkur á æfingum yfir sumartímann á Varmárvelli.

Fjöldi iðkenda (35-45):

10 ára og yngri 30
11 ára – 14ára 15
15 ára og eldri (meistaraflokkur) 11
Alls: 56

Eins og undanfarnin ár hefur Afturelding átt keppendur á Ýmsum mótum og hafa staðið sig mjög vel og verið félaginu til mikilla sóma. Margar bætingar og nokkrir Íslandsmeistaratitlar. Til að mynda er Guðmundur Auðunn Teitsson komimn í úrvalshóp Frí.

Farið var í keppnisferð til Gautaborgar í Júlí 2019 í samstarfi við Fjölni, voru 12 keppendur frá Aftureldingu og gekk ferið mjög vel fyrir sig en það þarf að endurskoða fyrirkomulagið um hverir fá að fara og hvað kröfur á að gera fyrir svona ferðir.

Mótshald og hlaup

Álafosshlaupið var eins og áður 12. júní með aðeins breyttu sniði.

Breytingar urðu á hlaupaleiðinni, lengdist það um ca kílómeter. Hlaupið var frá íþróttahúsinu og lauk það á sama stað. Boðið var upp á að fara í sund að hlaupi loknu og var mikil ánægja með það.

Deildin var í samstarfi við Fjölnir, Ármann og KR að   halda Meistaramót 11-14 ára og gekk það með ágætum. Skiptust tekjurnar af mótinu á milli þessa félaga.

Skólahlaup UMSK fór fram í október og fengum við styrk frá Umsk vegna þess.

Sumarnáskeið voru haldin en það var lítil aðsókn svo fella þurfti niður mörg námskeið.

Íþróttafólk deildarinnar

Arna Rut Arnarsdóttir er Frjálsíþróttakona Aftureldingar 2019 sem einnig fékk Gunnillubikarinn fyrir árið 2019 og er það fyrir að vera stigahæsta konan á árinu.

Guðmundur Auðunn Teitsson er  Frjálsíþróttamaður Aftureldingar  2019 .

Framtíð deildarinnar

Miklar endurbætur hafa verið í gangi og meðal annars var skipt á gólfefnum í báðum íþróttahúsunum og Fellið leit dagsins ljós og eru þar 3 hlaupabrautir sem frjálsíþróttadeildin á að geta nýtt sér. Nú er beðið eftir svörum varðandi framtíð Varmárvallar og sem þarf að fara lyfta upp. Er framtíð frjálsíþróttadeildarinnar í mikilli óvissu þar sem háværar raddir eru um að það eigi að setja gervigras á völlinn sem gerið það að verkum að allt umhverfið mun breytast. Meðan ástand vallarins er eins og það er getum við ekki haldið mót, sem er mjög bagalegt varðadi tekjumöguleika hjá okkur. Vert er að hafa í huga að það þarf að hlúa að minni deildum eins og frjálsíþróttadeildinni svo þær nái að vaxa og dafni því það er ekki fyrir alla að vera í hópíþróttum