Ávarp formanns

Starfsárið hjá handknattleiksdeild Aftureldingar hefur verið farsælt og hefur umgjörðin í kringum
starfið vaxið mikið á tímabilinu, þrátt fyrir að hafa litast mikið af þeirri vá sem steðjaði að heiminum öllum.

Stjórn deildarinnar skipa þau Hannes Sigurðsson formaður, Bjarki
Sigurðsson Varaformaður, auk þeirra sitja í stjórn deildarinnar þau Haukur Sörli Sigurvinsson fyrir hönd Meistaraflokksráð karla, Erla Dögg
Ragnarsdóttir fyrir hönd Meistaraflokkráðs kvenna og Bernharð Eðvarðsson fyrir hönd Barna- og
unglingaráðs.

LESA MEIRA

Félagsmenn Handboltadeildar

0
FÉLAGAR
0,2%
KONUR
0,8%
KARLAR
 
 

Skýrsla meistaraflokks kvenna

Meistaraflokkur kvenna náði þeim áfanga að komast upp í Olísdeildina fyrir tímabilið 2019-2020 og spilaði því í efstu deild í vetur. Því miður gekk liðið ítrekað á móti straumnum, m.a. vegna mikilla meiðsla og erfiðlega gekk að slípa það til, þ.a. flugið náðist seint. Fyrstu stigin komu ekki í hús fyrr en í þriðja síðasta leiknum, sem síðan reyndist síðasti leikur tímabilsins þar sem deildin var blásin af vegna Covid-19 faraldursins. Það varð til þess að liðið féll aftur í Grill-66 deildina og mun spila í henni á næsta tímabili. Í bikarkeppninni sló lið HK okkar stelpur naumlega út í 16 liða úrslitum, eftir æsispennandi og dramatískan leik þar sem munurinn var aðeins eitt mark að lokum.

Þjálfarateymið tók breytingum á tímabilinu en í desember stigu þeir Haraldur Þorvarðarson og Daði Hafþórsson til hliðar. Við liðinu tóku Guðmundur Helgi Pálsson og Einar Bragason, en Einar hafði þegar komið að þjálfun markvarða. Margrét Ársælsdóttir sá um sjúkraþjálfun í leikjum en einnig sinnti Garðar Guðnason sjúkraþjálfari leikmönnum.

SKOÐA SKÝRSLU

Skýrsla meistaraflokks karla

Tímabilið 2019/20 tefldi Afturelding fram afar öflugu liði líkt og fyrri ár, Hrannar Guðmundsson kom inní þjálfarateymið með Einar Andra Einarssyni, Ásgeiri Jónssyni og Pálmari Péturssyni markmannsþjálfara. Eins og fyrra ár sá Guðjón Örn um styrktarþjálfun drengjanna. Breytingar urðu einnig á leikmannahópi þar sem Elvar Ásgeirsson var seldur til Stuttgart í Þýskalandi þar sem hann leikur nú sem atvinnumaður við góðan orðstýr, Finnur Ingi Stefánsson fór í Val, Sturla Magnússon hætti og Emils Kurzmiensk fór til Ítalíu.

SKOÐA SKÝRSLU

Skýrsla barna- og unglingaráðs

Handboltaveturinn 2018-2019 hefur einkennst af öflugu starfi, framförum iðkenda og sætum sigrum í yngri flokkum Aftureldingar. Barna- og unglingaráð (BUR) lagði strax áhersla á það í undirbúningi fyrir veturinn að ráða inn reynslumikla þjálfara en um leið að gefa nýjum og efnilegum þjálfurum tækifæri á að sýna sig og sanna undir handleiðslu Einars Andra Einarssonar yfirþjálfara yngri flokka.

Eitt af markmiðunum sem BUR setti sér var að fá inn íþróttafræðinga til að stýra yngstu iðkendunum í 8. flokki karla og 7-8. flokki kvenna. Íþróttafræðingarnir Ólafur Snorri Rafnsson og Bergvin Gísli Guðnason voru ráðnir til starfa en báðir starfa þeir sem íþróttakennarar við grunnskóla. Sú ákvörðun hefur átt þátt sinn í töluverðri fjölgun iðkenda í fyrrnefndum flokkum.

SKOÐA SKÝRSLU