Skýrsla stjórnar – Hjóladeild

Hjóladeild Aftureldingar var stofnuð á árinu 2018. Ánægjulegt var að sjá áhuga Mosfellinga á deildinni en um 70 manns mættu á stofnfund deildarinnar sem var haldinn í vallarhúsinu að Varmá þann 5. apríl 2018. Stjórn deildarinnar fyrsta starfsárið skipuðu þau Elías Níelsson (formaður), Anna Sigríður Vernhardsdóttir, Arnar Sigurbjörnsson, Guðmundur Jón Tómasson, Íris Ösp Björnsdóttir, Lúðvík Örn Árnason og Magnea Rós Axelsdóttir sem óskaði eftir að draga sig út úr stjórnarstarfi um haustið.

Stefnan er að byggja hjóladeildina upp hægt en örugglega. Fyrsta æfing hjóladeildarinnar var haldin laugardaginn 28. apríl og þá var í boði bæði fjallahjólaæfing og götuhjólaæfing.

LESA MEIRA

Félagsmenn Hjóladeildar

0
FÉLAGAR
0%
KONUR
0%
KARLAR

Stjórn Hjóladeildar
2018-2019

LESA MEIRA

Ársreikningur
Hjóladeildar