Skýrsla stjórnar

Hjóladeild Aftureldingar var stofnuð á árinu 2018. Ánægjulegt var að sjá áhuga Mosfellinga á deildinni en um 70 manns mættu á stofnfund deildarinnar sem var haldinn í vallarhúsinu að Varmá þann 5. apríl 2018. Stjórn deildarinnar fyrsta starfsárið skipuðu þau Elías Níelsson (formaður), Anna Sigríður Vernhardsdóttir, Arnar Sigurbjörnsson, Guðmundur Jón Tómasson, Íris Ösp Björnsdóttir, Lúðvík Örn Árnason og Magnea Rós Axelsdóttir sem óskaði eftir að draga sig út úr stjórnarstarfi um haustið. Stefnan er að byggja hjóladeildina upp hægt en örugglega. Fyrsta æfing hjóladeildarinnar var haldin laugardaginn 28. apríl og þá var í boði bæði fjallahjólaæfing og götuhjólaæfing.  Æfingar voru svo í boði fyrir félagsmenn tvisvar í viku frá maí fram í nóvember, oftast 1 fjallahjólaæfing og 1-2 götuhjólaæfingar í viku. Með haustinu var meiri áhersla á fjallahjólreiðar. Það er ljóst að möguelikar fyrir fjallahjólaæfingar eru miklir þar sem náttúran umhverfis bæinn okkar er einstök fyrir fjallahjólreiðar auk þess sem veðurfar hefur einnig minni áhrif á iðkun fjallahjólreiða.

Þjálfarar Hjóladeildarinnar árið 2018 voru þeir Elías Níelsson og Guðmundur Jón Tómasson.

Skráðir iðkendur fyrsta starfsárið voru 39, þar af voru 25 með æfingaaðild og aðrir 14 einstaklingar með félagsaðild og gátu stundað keppnishjólreiðar undir merkjum Aftureldingar. Deildin hefur breiðan hóp félagsmanna á aldrinum 16-60 ára, allt frá keppendum í fremstu röð til áhugamanna sem hafa gaman að því að hjóla í góðum félagsskap.

Fellahringurinn

Hjóladeildin hafði aðkomu að skipulagi Fellahringsins þann 23. ágúst 2018, móti í fjallahjólreiðum í samvinnu við Mosfellsbæ. Þátttakendur voru 129 einstaklingar, á aldrinum 13 til 56 ára og var keppt í tveimur vegalengdum. Stóri Fellahringurinn er 29 km og voru þátttakendur 98 talsins. Litli Fellahringurinn er 15 km og þátttakendur voru 31 talsins. Aðstoð félagsmanna og velunnara hjóladeildarinnar skipti sköpum við mótahaldið og án þeirra væri ekki hægt að setja upp mót sem þetta.

Þátttaka og árangur í keppnishjólreiðum

Stefán Haukur Erlingsson var svo valinn hjólreiðamaður Aftureldingar ársins 2018.

Helstu afrek hans á árinu voru þessi:

  • Vortímataka Breiðabliks, 4. sæti í heildina 2. sæti í aldursflokki
  • Cervelo TT, 5. sæti í heildina, sæti í aldursflokki
  • TT Íslandsmót Kleifarvatn 5. sæti í heildina, sæti í aldursflokki
  • Cube prologue 3. sæti í heildina á öllum þremur mótunum og 2. sæti í aldursflokki
  • Bláalónsþraut 5. sæti í heildina og 1. sæti í aldursflokki
  • Wow cychlothon 2. sæti í 10 manna keppni.

Markmið fyrir starfsárið 2019

Stjórn félagsins vonast til að fá enn fleiri iðkendur til liðs við félagið á árinu 2019. Í febrúar hóf deildin æfingar innandyra einu sinni í viku og er áætlað að halda þær æfingar út mars mánuð eða þar til veður hæfir æfingum utandyra. Áætlað er að hafa tvær æfingar í viku eftir að æfingar byrja utandyra og fram í október.

Á árinu 2019 er stefnt að því að fá vana hjólreiðamenn til að halda námskeið, annars vegar í fjallahjólreiðum og hins vegar í götuhjólreiðum. Hjólatímum og fræðslu þeirra aðila verður dreift yfir tímabílið frá maí mánuði 2019.

Fyrsta fjallahjólamót deildarinnar undir merkjum HRÍ verður haldið í september auk þess sem Fellahringurinn verður haldinn í samvinnu við Mosfellsbæ og bæjarhátíðina.

Elías Níelsson,
formaður Hjóladeildar Aftureldingar