Skýrsla stjórnar

Stjórn deildarinnar 2019
Anna Olsen, formaður
Arnar Björgvinsson, varaformaður
Anna María Þórðardóttir, meðstjórnandi
Elín Ragnarsdóttir, gjaldkeri
Emil Gústafsson, meðstjórnandi
Magnea Rós Axelsdóttir, ritari
Katrín Baldvinsdóttir, meðstjórnandi
Aðalfundur deildarinnar er 5. mars 2020

Þjálfarar deildarinnar

Yfirþjálfari karatedeildar Aftureldingar er Willem C. Verheul  3. dan, hann einnig er yfirþjálfari karatedeildar Fjölnis.

Aðrir þjálfarar :  Snæbjörn Willemsson Verheul 3. dan

Aðstoðarþjálfarar :  Anna Olsen, 1. dan,  Andrés Björgvinsson, 1.dan, Oddný Þórarinsdóttir, shodan ho. Emil Gústafsson, shodan ho, Heiða Dís Samúelsdóttir, 1. kyu.  Gunnar Haraldsson, shodan ho. Þorgeir Björgvinsson, shodan ho og Hugi Thór Haraldsson, shodan ho

Æfingatímar

Karatedeildin er með æfingatíma alla daga vikunnar. Uppsetning á æfingatímum er þó með svipuðu sniði og sl. ár, þ.e. æfingar fara fram seinni part dagsins, yngstu iðkendur byrja og þeir elstu eru fram á kvöld.  Byrjendatímar eru kl. 17:30 – 19:00 á mánu – og miðvikudögum. Afreksæfingar eru í Egilshöll á mánu- og miðvikudögum með iðkendum Fjölnis þar sem ekki tókst að manna þjálfara á báðum stöðum.

Hópaskiptingar æfingaárið 2019-2020

Byrjendahópur –  6-13 ára

Byrjendahópur – fullorðinna kennt í Egilshöll, í samstarfi við karated. Fjölnis

Framhald – yngri, 6-8 ára, blönduð belti

Framhald – eldri,  9-12 ára, blönduð belti

Framhald – unglingar, 11-15 ára, há belti

Fullorðinshópur – 16 ára og eldri

Afrekshópur – iðkendur sem einbeita sér að keppni, gráðun ofl. Yfirþjálfari velur í þennan hóp.

Fjöldi skráðra karateiðkenda í deildinni eru u.þ.b. 66 flestir eru á aldrinum 6 – 14 ára.

Ný byrjendanámskeið voru auglýst í ágúst 2019 fyrir 6-13 ára, og einnig boðið upp á fullorðinsnámskeið í samstarfi með karatedeild Fjölnis, 1 fullorðnir karlmaður skráðir sig, eftir áramótin var hann færður í hóp með fullorðnum framhaldsiðekendum.

Íslandsmeistaratitlar og aðrir titlar í karate árið 2019

Eftirfarandi titlar hafa unnist:
Íslandsmeistarar
Oddný Þórarinsdóttir                                    Kata 14-15 ára stúlkna
Telma Rut Frímannsdóttir                            Kumite kvenna +61 kg
Þórður Jökull Henrysson                                              Kata 16-17 ára pilta
Þorgeir Björgvinsson                                     Kumite 14-15 ára -63 kg

Bikarmeistarar
Oddný Þórarinsdóttir                                    Kata 14-15 ára stúlkna
Þórður Jökull Henrysson                                              Kata 16-17 ára pilta

 Reykjavíkurmeistarar
Oddný Þórarinsdóttir                                    Kata 14-15 ára stúlkna
Þórður Jökull Henrysson                                              Kata 16-17 ára pilta

Alls komu 18 Gull, 11 Silfur og 17 Brons í hús á árinu. Virkilega vel gert hjá okkar iðkendum.

Félagsstarf og starfsemin árið 2019

Í desember 2019 voru Oddný Þóarinsdóttir og Þórður Henrysson valin íþróttamaður og kona karatedeildarinnar.  Þórður Henrysson var valinn Íþróttamaður Aftureldingar 2019.  Á verðlaunahátið Mosfellsbæjar í byrjun janúar 2020 voru tilnefningar til Íþróttamanns Mosfellsbæjar 2019 og fl. Viðurkenningar. Þórður og Oddný voru tilnefnd fyrir hönd karatedeildarinnar. Efnilegustu karate iðkendurnir 2019 voru Dóra Þórarinsdóttir og Þorgeir Björgvinsson.  Oddný Þórarinsdóttir og Þórður Henrysson, Dóra Þórarinsdóttir, Gunnar Haraldsson og Þorgeir Björgvinsson fengu viðurkenningu fyrir æfingar með landsliðshóp í kata,  Oddný og Þorgeir fengu viðkurkenningu fyrir Bikarmeistaratitla. Telma Rut Frímannsdóttir,Þorgeir Björgvinsson og Oddný Þórarinsdóttir og Þórður Henrysson fengu  viðurkenningu fyrir Íslandsmeistarartitla.

Í apríl voru æfingabúðir og beltagráðun á vegum sensei Steven Morris. Allir iðkendur hjá deildinni og karatedeildar Fjölnis tóku þátt.  Hópur tók svartbelta gráðu þennan dag og annar hópur staðfesti svarta beltið og fékk þar með gráðuna 1. dan. Haldið var upp á þetta með því að fara saman út að boða um kvöldið Góð þátttaka var hjá okkar iðkendum í öllum mótum á árinu og mörg verðlaun í hús.  Við gerum líka eitt og annað okkur til skemmtunar, boðið var uppá skemmtilega stund í fimleikasalnum, á Öskudaginn mátti mæta í Öskudagsbúningum á æfingu, Í maí var slegið upp spilakvöldi mikið fjör og ýmsi borðspil spiluð.  Að loknu beltaprófi í maí var öllum iðkendum boðið í pylsuparty í Vallarhúsinu.

Styrktaræfingar voru í boði um sumarið hjá Snæbirni  í Egilshöll í júní/júli/ágúst 2 x viku.    Þórður og Oddný æfðu allt sumarið með landsliðinu og auk þess fóru þau í æfingabúðir til sensei Pablo Armenteros í Madríd ásamt fleiri landsliðsmeðlimum.  Í byrjun hausts var Anna mikið á staðnum þegar byrjendur voru að koma á æfingar og ræddi við foreldra.  Foreldrafundur var haldinn í byrjun annar þar sem Willem yfirþjálfari sagði frá íþróttinni og fyrkomulagi æfinga.

Í mars 2020 verður foreldrum boðið að mæta á æfingar með iðkendum til að fá innsýn í íþróttina sem barnið er að æfa. Haldið var Fjörkálfamót í Kumite og Kata fyrir yngri iðkendur, þar sem krakkar fengu þjálfun í að taka þátt í móti og kynnast því hvernig það gengur fyrir sig. Margir af okkar yngri iðkendum tóku þátt í þeim mótum með góðum árangri.    Önnina enduðum við svo á beltaprófi og var farið í jólafrí  um miðjan desember.

Talsvert var um ferðalög á vegum landsliðsins á árinu sem Oddný og Þórður tóku þátt í og stóðu sig með miklum sóma og öðluðust mikla reynslu.

Aðstöðumál

Aðstaða deildarinnar er góð, enn vantar þó vatnspósta og salernisaðstöðu á hæðina.  Einhver bið verður þó á því. Einnig hefur verið kvartað undan þrifum og hita/kulda í salnum.  Breyting hefur orðið til batnaðar hvað þrif varðar en loftræstingin er enn ekki að virka.  Deildin hefur verið að bæta við búnað sinn reglulega og keypt ýmis smá áhöld til að auka við fjölbreytni á æfingum.  Búið er að koma upp lyklahúsi fyrir utan salinn sem er til batnaðar. Reynar hefur borið á því að númerið hafi spurst út og óviðkomandi því farið inní salinn.

Beltapróf og Kobe Oskaka International

Yfir æfingaárið eru haldin þrjú beltapróf. Æfingaárið skiptist í tvær annir og eru beltaprófin í desember, mars og  apríl/maí. Iðkendur greiða ekki sérstaklega fyrir beltaprófin en þeir fá viðurkenningarskjal, strípur á belti eða fara upp um heilt belti á prófum. Stjórn deildarinnar hefur selt iðkendum belti. Iðkendur fá djús, ávöxt, popp, eða eitthvert slíkt góðgæti að loknu beltaprófi.

Karatedeildin varð „full member“ hjá Kobe Osaka International (KOI) þegar árgjaldið var endurnýjað 2015. Karatedeildin hefur verið aðili að KOI sl. 14 ár og frá upphafi hefur það verið markmið deildarinnar að verða fullgildur aðili. Í því felst að sensei Steven Morris gráðar iðkendur a.m.k. einu sinni á ári en það gefur deildinni og iðkendum hennar ákveðna gæða einkunn. Allir, sem þreyta próf hjá Morris, fá alþjóðlegt skírteini og viðurkenningarskjal frá KOI.

Sensei Steven Morris kom í mars 2019 og var með æfingabúðir og beltapróf fyrir iðkendur hjá Fjölni og Aftureldingu, þau voru vel sótt.  Steven var ánægður með getu og færni iðkenda deildarinnar og taldi iðkendur hafa bætt sig frá því hann var hér síðast.  Hann kom svo aftur í júní til að gráða svartbeltara sem voru í Landsliðsferð þegar hann koma í fyrra skiptið.

F.h. karatedeildar Aftureldingar,
Anna Olsen