Stjórn Barna og unglingaráðs (BUR) hefur umsjón með starfsemi yngri flokka félagsins allt frá 2. flokki til 8. flokks karla og kvenna og er sjálfstæð eining innan Knattspyrnudeildar og með sjálfstæðan fjárhag.
Fjárhagur BUR hefur náð að haldast réttu megin við núllið með því að halda vel utan um útgjöldin. Það skiptir miklu máli að halda áætlun og hefur deildin verið það heppin undanfarin ár að það er menn í stjórn sem eru mjög góðir rekstrarmenn. Með góðu eftirliti hefur tekist að ná æfingagjöldum inn á réttum tíma og er því áramótastaða deildarinnar góð en þá er hámarkið í innheimtu æfingagjalda en kostnaðarliðir dreifast á allt árið. Nánar um fjármál í efnahags- og rekstrareikningi BUR.
Fjölgun iðkenda
Markmið barna- og unglingaráðs fyrir 2018 var 500 iðkendur og endaði árið gott betur eða með 532 iðkendur sem telst mjög gott. Árið 2018 toppaði því árið 2017, undanfarin ár hefur verið góður vöxtur og vonir um að það haldi áfram með yfirbyggðu æfingarhúsi sem tekið verður í notkun haustið 2019. Þá eru sérstakar vonir bundnar við að kvennaflokkarnir nái 200 iðkendum árið 2019. Hjá deildinni eru 38 þjálfarastöður og erum við gríðalega stolt af flottu þjálfurum okkar sem eiga stórt hrós skilið fyrir frábært starf.
Iðkendur félagsins stóðu sig vel innan vallar sem utan á síðasta ári. Flokkarnir tóku þátt í Faxaflóamóti, Íslandsmóti og fjölmörgum hraðmótum síðast en ekki síst sumarmót sem flestir iðkendur bíða spenntir eftir á hverju ári. Samstarf í kvennaflokkum hefur verið við Fram í 4.- 3. flokki kvk þar sem félögin spiluðu undir merkjum beggja félaga. Allir flokkar voru vel mannaðir af foreldrum enda væri erfitt að sækja þessi mót án góðrar samvinnu. Vilja þjálfarar og stjórn BUR þakka öllum foreldrum fyrir ánægjulegt samstarf.
Starf BUR á árinu hefur verið blómlegt og skemmtilegt, fjölgun iðkenda í karla og kvenna flokkum hefur verið jöfn og lítum við björtum augum á komandi ár. Á líðandi ári hefur Afturelding hefur átt leikmenn sem hafa verið boðaðir í landsliðsverkefni og tekið þátt í landsleikjum á árinu og óskum við þeim iðkendum innilega til hamingju með árangurinn.
Landsliðsverkefni
Fjöldi iðkenda Knattspyrnudeildar Aftureldingar sem taka þátt í landsliðsverkefnum á vegum KSÍ vex með hverju árinu en samtals voru 32 iðkendur boðaðir í slík verkefni árið 2018. KSÍ hefur verið að efla verkefni hjá sér, þar eru hæfileikamótin og markmannsskóli KSÍ fyrir iðkendur í 4 flokki.
Landslið og verkefni á vegum KSÍ 2018
U15 landslið hæfileikamótun kvenna – karla
Ástmar Kristinn Elvarsson Ólafur Grétar Ólafsson |
Örn Ragnarsson Gabríel Snær Pétursson |
Trausti Þráinsson Viktor Torfi Strange |
Aðalbjörg K Sigurjónsdóttir Bríet Rut Þórðardóttir |
Elfa Sif Hlynsdóttir Katrín Sól Davíðsdóttir |
Sara Dögg Ásþórsdóttir Patrekur Smári Bjarnason |
Pálmi Trausti Guðjónsson Sævar Atli Hugason |
Lilja Björk Gunnarsdóttir Karen Dæja Guðbjartsdóttir |
Sara Guðmundsdóttir Guðrún Embla Finnsdóttir |
Agatha Ylfa Ólafsdóttir Arnar Daði Jóhannesson |
Arnar Máni Andersen Enes Þór Enesson Cogic |
Júlíus Valdimar Guðjónsson Matthías Lipka Þormarsson |
Sindri Sigurjónsson |
U16 og U17 landslið kvenna – karla
Eva Rut Ásþórsdóttir Cecilía Rán Rúnarsdóttir |
Inga Laufey Ágústsdóttir Hafrún Rakel Halldórsdóttir |
Róbert Orri Þorkelsson Arnór Gauti Jónsson |
Eyþór Aron Wöhler |
Weetosmótið
Weetosmót Aftureldingar var haldið á félagssvæðinu á Tungubökkum í lok ágúst sem hluti af bæjarhátíð Mosfellsbæjar. Mótið er fyrir stráka og stelpur í 6. og 7. flokki og þetta árið mættu rúmlega 1.300 krakkar, í 219 liðum. Spilaðir voru 219 leikir í 44 riðlum, 7590 mínútum sem voru spilaðar þessa helgi.
Veðrið sýndi sitt besta að þetta árið og var mótið var afar vel heppnað og en leikið var á 12 völlum og áætlað er að þátttakendur og gestir á Tungubökkum hafi verið um 6.000 – 7.000 báða mótsdagana. Dagskrá og tímasetningar stóðust nær alveg en eins og ávallt er stefnt á að gera enn betur að ári.
Styktaraðilar komu í heimsókn og voru gríðalega ánægðir með hversu vel er staðað að mótinu og merki Weetos er haldið á lofti. Samstarf heldur áfram árið 2019.
Á laugardegi spiluðu 6. flokk kk og kvk 12 völlum stanslaust allan daginn og á sunnudeginum mættu 7. flokkur kk og kvk til leiks og var sama fyrirkomulag eins og á laugardeginu, 12 vellir og mikil stemmning. Hefur þetta mót verið að festast í sess hjá mörgum félögum sem „slútt mót“ þ.e.s.a. síðasta verkefni flokksins á tímabilinu og iðkendur fara sælir heim af Tungubökkum.
Aðstaðan á Tungubökkum hentar mjög vel fyrir mót af þessari stærðargráðu og rúmar vel þann fjölda iðkenda og aðstandenda sem því fylgir. Unnið var samkvæmt bættu skipulagi með bílastæði og aðkomu og vel gekk að hafa stjórn á umferð til og frá svæðinu.
Barna- og unglingaráð vill þakka öllum sem tóku þátt í mótinu; þjálfurum, liðsstjórum, þátttakendum og gestum kærlega fyrir samveruna. Aðalstyrktaraðila mótsins Weetos er þakkað kærlega fyrir stuðninginn sem og öllum sem hjálpuðu til við að gera mótið jafn vel heppnað og raun bar vitni. Sérstakar þakkir fá foreldrar og sjálfboðaliðar sem og starfsmenn Áhaldahúss Mosfellsbæjar.
Knattspyrnuskóli Aftureldingar og Liverpool
Liverpoolskólinn var haldinn líkt og síðustu sumur á vegum Knattspyrnudeildar. Líkt og 2014 var skólinn haldinn í samstarfi við Þór á Akureyri og haldin voru tvö námskeið í júníbyrjun, það fyrra var haldið á Þórssvæðinu á Akureyrir og það síðara á Tungubökkum. Í ár var uppselt og færri komust að en vildu.
Liverpoolskólinn er samstarfsverkefni Knattspyrnudeildar og Liverpool International Football Academy. Þetta árið voru 315 krakkar sem tóku þátt í Liverpoolskólanum og þar er aðalmarkmiðið að æfingar séu skemmtilegar eða „The Liverpool Way“. Gleðin og ánægjan hjá krökkunum er mikil hvatning til að halda áfram þessu góða samstarfi við Liverpool.
Umboðsaðili Warrior á Íslandi, ReAct, styrkti skólann og fengu öll börnin Liverpool minjagrip að honum loknum. Framlag styrktaraðila og velunnara skólans skiptir sköpum svo hægt sé að halda skólann með þeim hætti sem gert er og verður ekki fullþakkað. Jafnframt er framlag sjálfboðaliða úr hópi foreldra og þjálfara ómetanlegt. Líkt og fyrri ár rennur allur ágóði af skólanum óskiptur til barna- og unglingastarfs Knattspyrnudeildar Aftureldingar.
Knattspyrnuskóli Aftureldingar var með 5. námskeið fyrir krakka á aldrinum 6-14 ára og 2. námskeið í Akademíunni sem er sérstaklega fyrir iðkendur í 5. – 4. flokki karla og kvenna, var met aðsókn þetta sumar eða 313 iðkendur lögðu leið sína niður á Varmávöll.
Fyrir hönd Barna- og unglingaráðs;
Bjarki Már Sverrisson, yfirþjálfari
Guðbjörg Fanndal Torfadóttir, formaður