Skýrsla meistaraflokks kvenna

Á vormánuðum 2018 varð brottfall úr stjórn mfl. ráðs kvk, eftir sat að Sigurbjartur Sigurjónsson sat einn í stjórn sem formaður og erfiðlega gekk að fá fólk í stjórnarstörf.

Störf meistraraflokksráðs á tímabilinu voru mörg en þau helstu voru:

  • Skipulagning viðburða
  • Skipulagning keppnisferða innanlands vegna Íslandsmóts
  • Skipulagning á heimaleikjum
  • Skipulagning á umgjörð í kringum leikmenn liðsins
  • Utanumhald þjálfara og annara starfsmanna.

Samstarf

Eftir gott sumarið 2017 var haldið inn í annað ár af stamstarfi við knattspyrnudeild FRAM. Erfiðlega gekk að fá greiðslur vegna hluta FRAM í samstarfi og kom enginn FRAM megin að samstarfinu á nokkurn hátt. Loka uppgjörf fyrir árið 2017 kom í júní 2018 og erfiðlega gekk áfram út árið 2018 að innheimta greiðslur vegna samstarfsins fyrir tímabilið 2018.

Það var því farið að halla undan fæti í samstarfi félaganna, FRAM sýndi því lítinn áhuga og óskaði í kjölfarið undir lok árs 2018 um að slíta samstarfi.

Leikmannahópur kvenna á æfingu í vetur.

Fjármál

Þar sem erfiðlega gekk að innheimta greiðslur frá FRAM og þá gekk erfiðlega að fá styrki inn í deildina, t.a.m lék félagið ekki með neinn aðal styrktaraðila framan á búningum félagsins þetta árið. Þá komu loforð frá FRAM um fjáröflun upp á tvær milljónir til að loka fjárhagsgatinu með komu nýs fólks í stjórn. Ekki gengu þau loforð eftir þrátt fyrir ítrekaða fundi og annað með formanni deildarinnar og framkvæmdastjóra félagsins.

Eftir sat að aðalstjórn þurfti að grípa inn í og greiða hlut FRAM í samstarfinu. Því jókst skuldasöfnun við aðalstjórn úr 1.5 milljón króna árið áður í alls 4.0 milljónir í lok árs 2018. FRAM féllst á að greiða 1.5 milljón við samstarfslok og var því skuld við aðalstjórn upp á 2.5 milljónir.

Engar utanaðkomandi skuldir eru hjá mfl. kvk og er öflugt starf unnið hjá nýrri stjórn deildarinnar að afla fé, útlit er því fyrir að félagið muni ná að greiða skuld sýna við aðalstjórn á næstu árum.

Verkefnin

Meistaraflokkur kvenna tók þátt í þremur mótum árið 2018.

Í mars var spilað í C-deild Lengjubikarsins, vel gekk hjá liðinu í þessu móti , liðið endaði í 2.sæti í sínum riðli með markatöluna 15:2 en rétt missti af því að komast áfram í úrslitakeppnina.

Í bikarkeppni KSÍ drógst liðið á móti Augnablik í fyrstu umferð líkt og árið áður, jafnræði var með liðunum en fór svo að okkar stúlkur sigruðu sterkt lið Augnabliks 0-1 og fóru áfram í næstu umferð, þar drógst liði gegn Hvíta Riddaranum og því um nágrannaslag að ræða. Afturelding sigraði þann leik 12-0. Í 16-liða úrslitum bikarsins tapaði liðið svo á heimavelli gegn ÍR 0-2 og bikarævintýrinu lauk þar þetta árið.

Íslandsmótið hófst svo loks um miðjan maí, stigasöfnunin lét á sér standa en liðið þó alltaf hársbreidd frá því að ná í úrslit. Liðið lék 18 leiki, sigraði 4, gerði 5 jafntefli og tapaði 9 þetta sumarið. 7. sæti af 10. varð niðurstaðan og því vonbrigðatímabil þegar uppi var staðið.

Júlíus Ármann Júlíusson, þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Aftureldingu.

Landsliðsverkefni

Liðið átti fimm fulltrúa í landsliðsverkefnum árið 2018.

Þá átti liðið þrjá fulltrúa í u17 í milliriðlum fyrir EM. Flesta fulltrúa allra liða ásamt Breiðablik og Keflavík.

Þjálfarar

Júlíus Júlíusson var áfram þjálfari liðsins, náð hefur að halda stöðuleika hvað aðalþjálfara liðsins varðar.

Deildin réð aðstoðarþjálfara inn til að bæta umgjörð leikmanna, Ágúst Haraldsson var ráðinn Júlíusi til halds og trausts.