Skýrsla stjórnar – Taekwondodeild

Iðkendur frá deildinni tóku þátt í öllum mótum sem haldin eru yfir árið með gríðarlega góðum árangri. Árið 2019 var stórt hjá Taekwondodeildinni. Við unnum bikarmótaröðina vorum stigahæst félaga eftir öll bikarmótin þrjú. Þá unnum við bæði íslandsmótin (sparring og poomsae). Deildin er því handhafi allra þriggja bikara sem eru í boði hér á Íslandi.

Árið endaði svo á að deildin fékk starfsbikar UMFÍ á uppskeruhátíð UMFA. Sem var bara toppurinn á frábærum árangri á árinu.

Stjórn deildarinnar vill nota tækifærið og þakka öllum sjálfboðaliðunum og foreldrum iðkenda fyrir gríðarlega vel unnin störf. En deildin býr svo vel að hafa gríðarlega gott bakland sem alltaf er tilbúið að hjálpa til.

LESA MEIRA

Félagsmenn Taekwondodeildar

0
FÉLAGAR
0,5%
KONUR
0,5%
KARLAR

Stjórn Taekwondodeildar
2019-2020

LESA MEIRA

Ársreikningur Taekwondodeildar