Skýrsla stjórnar

Þjálfaramál

Yfirþjálfari taekwondodeildar er Arnar Bragason. Aðrir þjálfarar eru Ágúst Örn Guðmundsson,  María Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Níels Salómon Ágústsson og Steinunn Selma Jónsdóttir.

Aðstoðaþjálfarar: Iðunn Anna Eyjólfsdóttir, Ásthildur Emma Ingileifardóttir, Sunneva Eldborg Sigtryggsdóttir og Wiktor Sobczynski . Vigdís Helga Eyjólfsdóttir hefur verið afleysingarþjálfari.

Erum líka að þjálfa upp yngri iðkendur til að verða aðstoðaþjálfara. Þau sem hafa sinnt því eru Aþena Rán Stéfánsdóttir, Regína Bergmann Guðmundsdóttir, Gabríel Darri Eiríksson, Daníel Viljar Sigtyggsson, Ásta Kristbjörnsdóttir, Vígsteinn Frosti Hauksson og Róbert Mikael Óskarsson.

Sex þjálfarar frá deildinni fóru á skyndihjálparnámskeið á vegum Aftureldingar í upphaf árs 2019.

Fimm þjálfarar fóru á þjálfaranámskeið hjá ÍSÍ sl. sumar. Þrír tóku stig 1 og tveir tóku stig 2. Endumenntun þjálfara er nauðsynlegt og gott að geta boðið þeim upp á að sækja námskeið.

Skipulag

Hver æfingahópur var með þjálfara og einn aðstoðarþjálfara á hverri æfingu. Þess má einnig geta að þjálfarar deildarinnar eru líka að þjálfa hjá Taekwondodeild ÍR og Fram, og er mikið samstarf milli deildanna.

Hópaskiptingar

Byrjendur 11 ára og yngri
Framhald 11 ára og yngri
Allir 12 ára og eldri
Keppnishópur sparring
Keppnishópur poomsae
Freestyle hærri belti

Viðburðir

Afturelding sendi 9 keppendur á Norðurlandamótið sem haldið var á Íslandi í janúar. Þau stóðu sig vel og fengu 4 gull, 4 silfur og 5 brons.

RIG – Reykjavík International Games fór fram í byrjun febrúar. Keppendur okkar fengu 19 gullverðlaun, 18 silfurverðlaun og 11 bronsverðlaun, en keppt var í öllum aldursflokkum.

Landsliðsþjálfari Íslands í Taekwondo formum, Lisa Lents, valdi þrjá keppendur frá Aftureldingu til að keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu í formum (poomsae) sem fór fram í Tyrklandi dagana 2–4. apríl 2019. Þau sem voru valin eru Ásthildur Emma Ingileifardóttir, Wiktor Sobczynski og María Guðrún Sveinbjörnsdóttir. Því miður komst Wiktor ekki á mótið en María og Ásthildur stóðu sig frábærlega og lenti María í 9-14. Sæti. Í framhaldi af Evrópumótinu fór fram Evrópumótið í strandformum (European Beach Championships) og tóku María einnig þátt á því móti og lenti í 5-8. Sæti. Ásthildur Emma var of ung til að keppa á því mót.

Drekaævintýrið (sumarnámskeið fyrir börn) var haldið að vanda sumarið 2019 – þátttaka var góð og gekk námskeiðið mjög vel.

Arn­ar Braga­son, yfirþjálfari, keppti í bardaga (sparring) á Europe­an Masters Games í ágúst og upp­skar silf­ur í A-styrk­leika­flokki, 45 ára og eldri -80kg. Hann var eini taekwondo-kepp­and­inn frá Íslandi að þessu sinni og fór ásamt landsliðsþjálf­ara Íslands, Chago Rodrigu­ez Segura á mótið, sem haldið var í Tor­ino á Ítal­íu.

Þann 11. október 2019 keppti María Guðrún Sveinbjörnsdóttir á Heimsmeistaramóti í strandformum Poomsae (World Taekwondo Beach Championships 2019) sem fram fór í Egyptalandi. Hún fékk bronsverðlaun sem er ótrúlega flottur árangur. María keppti í flokki eldri en 30 ára og er þetta í fyrsta skipti sem íslendingar komast á pall á Heimsmeistaramóti.

Wiktor Sobczynski keppti í október á Evrópumeistaramóti unglinga 12-14 ára sem fór fram á Spáni. Þetta var fyrsta stórmótið sem hann keppir á og stóð hann sig frábærlega. Fyrsti bardagi hans var á móti keppenda frá Grikklandi og vann Wiktor hann 17-15. Annar bardaginn var á móti sterkum keppenda frá Svíþjóð og tapaði Wiktor honum. Hann endaði í 5-8 sæti af 19 keppendum.

Iðkendur frá deildinni tóku þátt í öllum mótum sem haldin eru yfir árið með gríðarlega góðum árangri. Árið 2019 var stórt hjá Taekwondodeildinni. Við unnum bikarmótaröðina vorum stigahæst félaga eftir öll bikarmótin þrjú. Þá unnum við bæði íslandsmótin (sparring og poomsae). Deildin er því handhafi allra þriggja bikara sem eru í boði hér á Íslandi.

Eftirtalin mót eru haldin árlega:

Norðurlandamót – janúar 2019
RIG – Reykjavík Internatinol Games febrúar 2019
Bikarmót II mars 2019
Íslandsmeistaramót bardaga október 2019 (átti að vera í mars)
Bikarmót III apríl 2019
Íslandsmeistarmót formi október 2019
Bikarmót I nóvember 2019

Landsliðsúrtökur

Föstudaginn 8. nóvember fóru fram landsliðsúrtökur fyrir landslið Íslands í Taekwondo Poomsae (formum). Landsliðsþjálfari Íslands Lisa Lents valdi 28 manns í liðið, af því voru 10 frá Aftureldingu. Þau eru: María Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Steinunn Selma Jónsdóttir, Iðunn Anna Eyjólfsdóttir, Sunneva Eldbjörg Sigtryggsdóttir, Ásthildur Emma Ingileifardóttir, Wiktor Sobczynski, Regína Bergmann Guðmundsdóttir, Aþena Rán Stefánsdóttir, Daníel Viljar Sigtryggsson og Aþena Rún Kolbeins.

Einnig var valið í Talent Team sem er næsta skref i landsliðið eða má kalla það B-landsliðið og voru þrír úr Aftureldingu valdir. Þau eru: Justina Kiskeviciute, Guðni Friðmar Johannessen Ásmundsson og Kári Sævarsson.

Árið endaði svo á að deildin fékk starfsbikar UMFÍ á uppskeruhátíð UMFA. Sem var bara toppurinn á frábærum árangri á árinu.

Stjórn deildarinnar vill nota tækifærið og þakka öllum sjálfboðaliðunum og foreldrum iðkenda fyrir gríðarlega vel unnin störf. En deildin býr svo vel að hafa gríðarlega gott bakland sem alltaf er tilbúið að hjálpa til.